Sjúkraþjálfari - tímabundið starf

24. apríl 2020

Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða iðjuþjálfa eða sjúkraþjálfara í tímabundið fullt starf til eins árs í deild hjálpartækja og næringar á Hjálpartækjasviði stofnunarinnar á Vínlandsleið 16.

Æskilegt er að geta hafið störf frá og með 1. júlí nk.
Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita ráðgjöf um hjálpartæki, sérstaklega um hjólastóla og setstöður í hjólastóla
- Afgreiða umsókna um hjálpartæki samkvæmt gildandi reglugerð
- Taka þátt í öðrum verkefnum innan deildarinnar

Hæfnikröfur
- Löggilding í iðjuþjálfun eða sjúkraþjálfun
- Reynsla og/eða þekking á hjálpartækjum og ráðgjöf sem nýtast í starfinu
- Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi ásamt hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
- Nákvæmni í starfi og skipulögð vinnubrögð
- Gott vald á íslenskri tungu
- Æskilegt að hafa starfsreynslu í sinni starfsgrein
- Kostur að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku

Nánari upplýsingar má finna á vef Starfatorgs