Sjúkraþjálfun Kópavogs auglýsir eftir sjúkraþjálfara til starfa sem fyrst

Skráð 07.02.2020

Við erum framsækið fyrirtæki í góðu samstarfi við heilsugæslustöðvarnar og sérgreinalækna

Við erum framsækið fyrirtæki í góðu samstarfi við heilsugæslustöðvarnar og sérgreinalækna og með mörg krefjandi og spennandi verkefni í gangi. 

Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir sjúkraþjálfarar sem hafa símenntun, faglegan- og jákvæðan starfsanda og mannhelgi að leiðarljósi. 

Við leitum að áhugasömum og metnaðarfullum sjúkraþálfara með jákvætt hugarfar til að auka við okkar liðsheild. 

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir berist framkvæmdarstjóra á netfangið thmagnus@simnet.is . Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.