Sumarafleysing Sjúkraþjálfara á Selfossi

3. mars 2020

Laust er til umsóknar sumarafleysingarstarf sjúkraþjálfara hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi frá og með 1. júní 2020, eða eftir nánara samkomulagi.
Til greina kemur að ráða nema í sjúkraþjálfun sem lokið hefur 4. námsári.

Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða spennandi og fjölbreytt námstækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling, rétt fyrir utan höfuðborgina.

Hæfnikröfur
- Löggilt sjúkraþjálfarapróf
- Íslenskt starfsleyfi landlæknis
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá.
Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. 

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 12.03.2020

Nánari upplýsingar veita
Gunnhildur A Vilhjálmsdóttir - gunnhildur.vilhjalmsdottir@hsu.is - 432-2000
Sigurður Hjörtur Kristjánsson - hjortur.kristjansson@hsu.is - 432-2000