Að nálgast efni í streymi

Að nálgast efni í streymisveitu BHM

6.2.2020

Hagnýtar upplýsingar um hvernig félagsmenn geta nálgast fyrirlestra og fundi í streymisveitu BHM

Félagsmenn FS hafa verið virkilega öflugir að nýta sér streymisveitu BHM á undanförnum vikum og mánuðum. Hingað til hefur hlekkur á streymið verið sendur út til félagsmanna, en hér kemur lýsing á þægilegri leið til að nálgast streymi án þess að vera með hlekkinn. 

1. Byrjaðu á því að fara inn á heimasíðu BHM: www.bhm.is

2. Neðst hægra megin á síðunni undir textanum Streymi og upptökur, sérðu mynd með textanum "Streymissíða BHM"- smelltu á myndina

Screenshot-2020-02-05-at-09.46.45

3.  Þá opnast yfirlitssíða þar sem hægt er að nálgast lista yfir eldri streymi ásamt því að velja það streymi sem þú óskar eftir að fylgjast með (sjá dæmi hér fyrir neðan)

Screenshot-2020-02-06-at-11.47.234. Þessi leið er alltaf aðgengileg og hér er hægt að nálgast eldri upptökur sem hafa verið vistaðar á streymisveitunni

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þessa leið, ekki hika við að senda póst á steinunnso@bhm.is