Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara 2020 var haldinn þriðjudaginn 3. mars

Sjálfkjörið var í stjórn og allar nefndir þar sem engin mótframboð bárust

4.3.2020

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf kom Ingvar Sverrisson frá AtonJL og ræddi við fundargesti um kynningar- og markaðsmál

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara var haldinn í gær, þriðjudaginn 3. Mars 2020. Fyrir aðalfundinn var ljóst að langflest vildu halda áfram störfum fyrir hinar ýmsu nefndir og þökk sé öflugri uppstillingarnefnd félagsins voru allar stöður í nefndum mannaðar, að undanskilinni einni stöðu í heimasíðunefnd félagsins. Ekki bárust nein mótframboð og því var sjálfkjörið í nefndir og stjórn félagsins að þessu sinni.

Stjórn Félags sjúkraþjálfara

Unnur Pétursdóttir
Gunnlaugur Briem
Guðný Björg Björsdóttir
Fríða Brá Pálsdóttir
Margrét Sigurðardóttir

Kristín Rós Óladóttir varamaður
Lárus Jón Björnsson varamaður

Í kjaranefnd félagsins

Fyrir hönd launþega:

Halldóra Eyjólfsdóttir
Gísli Vilhjálmur Konráðsson 
Birna Björk Þorbergsdóttir
Sara Guðmundsdóttir
Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir 

Heidi Andersen varamaður
G. Þóra Andrésdóttir varamaður

Fyrir hönd sjálfstætt starfandi:

Auður Ólafsdóttir
Haraldur Sæmundsson
Róbert Magnússon 
Jakobína Edda Sigurðardóttir
Valgeir Viðarsson

Mundína Ásdís Kristinsdóttir gaf ekki kost á sér áfram í stöðu varamanns en Harpa Söring Ragnarsdóttir gaf kost á sér í hennar stað og var hún sjálfkjörin.

IMG_4320

Engar lagabreytingartillögur bárust.

Lögð var fram tillaga stjórnar um að hækka fagfélagsgjöld úr 19.000 krónum á ári í 22.000 krónur á ári. Félagsgjald í fagdeild félagsins hefur verið óbreytt krónutala frá árinu 2015. Stjórn lagði til að félagsgjald fagdeildar yrði hækkað sem nemur vísitöluhækkunum þessara ára sem liðin eru og námundað upp í næstu hentugu tölu. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, einhverjir sátu hjá. 


Formaður kynnti nýtt verkefni hjá kollegum okkar út í heimi sem nefnist Environmental Physiotherapy Agenda 2023, sem hefur það markmið að tengja okkar fag við umhverfisvitund og umhverfisvernd. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu verkefnisins: http://eptagenda2023.com/

Aðrar upplýsingar af fundinum munu birtast í aðalfundargerð sem sett verður á innri vef fljótlega.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum kom Ingvar Sverrisson frá AtonJL til að ræða við okkur um kynningar- og markaðsmál. Líflegar umræður sköpuðust meðal þeirra sem tóku þátt í þessu ör-málþingi, og ljóst er að það er mikið sóknarfæri framundan fyrir Félag sjúkraþjálfara og félagsmenn alla í kynningar- og markaðsmálum.

Fundinn sóttu 25 félagsmenn og 8 fylgdust með í streymi. Upptöku af aðalfundi er hægt að nálgast í streymisveitu BHM: https://livestream.com/bhm

IMG_3173

IMG_3175


Fh. Félags sjúkraþjálfara

Steinunn S. Ólafardóttir
Starfsmaður skrifstofu FS