Aðalfundur Norðurlandsdeildar FS

Eydís Valgarðsdóttir er nýr formaður deildarinnar

31.1.2019

Eydís Valgarðsdóttir er nýr formaður deildarinnar

Ný stjórn var kosin í Norðurlandsdeild FS á aðalfundi deildarinnar, þann 24. jan sl. Nýr formaður er Eydís Valgarðdóttir sem starfar hjá Sjúkraþjálfun Akureyrar. Aðrir stjórnarmeðlimir eru: Árný Lilja Árnadóttir, Elva Rún Ívarsdóttir, Marjolijn van Dijk, Tinna Stefánsdóttir og Unnur Lilja Bjarnadóttir.51143402_1893136557475031_7455943280304324608_n

Mynd f.vi: Tinna, Unnur Lilja, Marjolijn, Elva Rún, Árný Lilja, Eydís.

Rósa Tryggvadóttir, fráfarandi formaður flutti skýrslu stjórnar og eru henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf á síðastliðnum árum.

Fundurinn var vel sóttur, um 25 manns mættu sem er þriðjungur deildarinnar. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum og léttum kvöldverði kom Jónas Franklín bæklunarskurðlæknir og flutti erindi um nýjungar í liðskiptaaðgerðum á SAk. Að síðustu skýrði Eydís frá nýju námskeiði fyrir vefjagigtarsjuklinga sem hún hefur nú hleypt af stokkunum á Akureyri og sköpuðust um það miklar umræður.