Auður Ólafsdóttir ráðin til Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins

Starfið er 30% staða sem verkefnisstjóri Hreyfiseðilsverkefnisins

23.2.2017

Starfið er 30% staða sem verkefnisstjóri Hreyfiseðilsverkefnisins

Um síðastliðin áramót lauk innleiðingarverkefni Velferðarráðuneytisins á  Hreyfiseðlinum. Þar með lét verkefnisstjórn af störfum, en í verkefnisstjórninni hafa sjúkraþjálfaranir Auður Ólafsdóttir og Héðinn Jónsson ásamt Jóni Steinari Jónssyni heimilislækni setið.

Í kjölfar þessara breytinga þá var ákveðið að ráða verkefnisstjóra hreyfiseðla  í 30% stöðu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem starfa myndi á landsvísu til að fylgja þessu verkefni betur eftir. Í janúar var Auður Ólafsdóttir ráðin í þessa tímabundnu stöðu og starfar hún á þróunarsviði innan stjórnsýslu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hennar helstu verkefni snúa að því að þróa úrræðið áfram í samstarfi við alla hreyfistjóra landsins, kynna og festa hreyfiseðilinn betur í sessi ásamt því að skerpa á samvinnu fagstétta í tengslum við úrræðið.

Við óskum Auði velfarnaðar í nýju starfi.