Dagur sjúkraþjálfunar 2018 – ágrip (abstract)

Kallað er eftir ágripum

Kallað er eftir ágripum

Nú leitar framkvæmdanefnd Dags sjúkraþjálfunar í þriðja skipti til allra félagsmanna eftir ágripum af efni til að kynna í fyrirlestri eða á veggspjaldi.  

Erindi og veggspjöld
Höfundar skulu taka fram fram hvort þeir óska eftir að halda erindi (t.d. um rannsókn, fræðsluerindi eða annað gagnlegt efni) eða sýna veggspjald. Framkvæmdanefnd, í samvinnu við vísindanefnd um Dag sjúkraþjálfunar, áskilur sér rétt til að taka endanlega ákvörðun um hvort þátttakendur fái boð um að halda erindi eða veggspjald. Framboð efnis og fjölbreytileiki getur til dæmis haft áhrif á í hvorum flokknum ágripin lenda. Hafa skal í huga að fjöldi fluttra erinda er takmarkaður og getur sú staða komið upp að færri komist að en vilja.

Ágrip:

  • Ágripi skal skilað á rafrænu formi til framkvæmdanefndar (dagursjukra@gmail.com) fyrir 24. nóvember 2017.
  • ATH. Frestur hefur verið framlengdur til 6. desember 2017. Framkv.nefnd, 29/11/17.
  • Samþykkt ágrip verða birt á rafrænu formi sem þátttakendur á Degi sjúkraþjálfunar 2018 hafa aðgang að.

 

Leiðbeiningar um ágrip:

Innihald:

·        Titill, nöfn höfunda, nafn flytjanda/kynnis feitletrað, vinnustaðir með tilvísun til höfunda, í þessari röð.

·        Ágrip rannsókna skiptast í kaflana: Inngangur, Aðferðir, Niðurstöður, Ályktanir.

·        Hámarkslengd ágripa miðast við 250 orð, talið án titils, nafna höfunda og stofnana.

·        Ekki er tekið við töflum eða myndum.

 

Frágangur:

  • Word skjal, leturstærð 12 punktar, línubil 1,5 og leturgerð Arial.
  • Ágrip skulu vera skrifuð á íslensku eða ensku.
  • Í titli eiga ekki að vera skammstafanir. Í texta skulu skammstafanir skýrðar með fullum texta og síðan skammstöfun í sviga á eftir.

 


Vísindanefnd og framkvæmdanefnd Dags sjúkraþjálfunar