Dagur sjúkraþjálfunar 2021

Dagurinn verður að þessu sinni í formi fyrirlestraraðar

22.1.2021

Dagurinn verður að þessu sinni í formi fyrirlestraraðar

Eins og kunnugt er þurfti að aflýsa Degi sjúkraþjálfunar árið 2020 og því miður verður ekki hægt að halda Dag sjúkraþjálfunar 2021 með hefðbundnum hætti.

Þess í stað verður Dagur sjúkraþjálfunar árið 2021 haldinn í formi fyrirlestraraðar sem hefst á hádegi föstudaginn 5. mars kl 12, sem hefði átt að vera “Dagurinn”, og svo vikulegir hádegisfyrirlestrar sem hér segir:
Mið. 17. mars kl 12
Mið. 24. mars kl 12
Mið. 31. mars kl 12

Efni fyrirlestranna verður auglýst þegar nær dregur.

Það er von okkar að sjúkraþjálfarar geti nýtt hádegishlé sín til að safnast saman í litlum hópum og njóta þeirra dagskrár og fræðslu sem boðið er upp á.

Þess ber að geta að fræðslunefnd félagsins verður einnig með öfluga fyrirlestraröð á sínum vegum í stað þeirra námskeiða sem fyrirhuguð voru, en sú dagskrá eru kvöldfyrirlestrar sem dreifast munu á alla önnina og verður kynnt af fræðslunefnd.

Fh framkvæmdanefndar um Dag sjúkraþjálfunar
Unnur Pétursdóttir
Form. FS