Dr. Þorgerður Sigurðardóttir sjúkraþjálfari

Nýr doktor hefur bæst í hópinn

15.12.2020

Dr. Þorgerður Sigurðardóttir varði doktorsverkefnið sitt í gær við Háskóla Íslands 

Í gær, mánudaginn 14. desember 2020, fór fram doktorsvörn Þorgerðar Sigurðardóttur sjúkraþjálfara, í Líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Hún hefur því bæst í hóp þeirra sjúkraþjálfara á Íslandi sem lokið hafa doktorsprófi. 

Ritgerðin ber heitið: Grindarbotnseinkenni eftir fæðingu og snemmíhlutun með sjúkraþjálfun. Postpartum pelvic floor symptoms and early physical therapy intervention.

Félag sjúkraþjálfara óskar Dr. Þorgerði Sigurðardóttur innilega til hamingju með vörnina og doktorsprófið. 


1_16080321925843_1608032198565

2_16080321967014_1608032195051