Ellen Dahl Wessman sjúkraþjálfari er látin

Ellen lést í hörmulegu flugslysi um síðustu helgi

13.6.2019

Ellen lést í hörmulegu flugslysi um síðustu helgi

Ellen Dahl Wessman sjúkraþjálfari á Landkoti lést í hörmulegu flugslysi um síðustu helgi, ásamt eiginmanni sínum og syni.

Samfélag sjúkraþjálfara er slegið og sér á eftir glaðværum vinnufélaga sem hafði góða nærveru.

Ellen-Dahl-1964-2019-cropEllen var fædd í Danmörku árið 1964. Hún útskrifaðist í Danmörku og starfaði bæði þar og hér á Íslandi á starfsævi sinni.

Samstarfsfólk hennar minnist hennar og segir að hún hafi verið yndisleg, með mikla útgeislun, fallegt bros og falleg brosandi augu. Hún var opin og áhugasöm um allt sem tengdist faginu.

Heimsþingsfarar í maí sl. minnast hennar einnig með hlýju, en hún var ein 60 íslenskra sjúkraþjálfara sem sóttu heimsþing sjúkraþjálfara í Genf í síðasta mánuði.

Myndin er tekin þegar nokkrir sjúkraþjálfarar fóru á Norræna öldrunarfræðaþingið í Osló vorið 2018.


Fyrir hönd Félags sjúkraþjálfara votta ég fjölskyldunni samúð mína og óska eftirlifendum úr slysinu góðs bata.

Fh. Félags sjúkraþjálfara
Unnur Pétursdóttir