Endurgreiðslureglugerð framlengd um 2 mánuði

Reglugerðin er óbreytt frá fyrri reglugerð

30.4.2021

Reglugerðin er óbreytt frá fyrri reglugerð


Síðdegis í dag, þann 30. apríl var birt í stjórnartíðindum endurnýjuð reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 1364/2019 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

Reglugerðin er algerlega óbreytt frá hinni fyrri að því undanskildu að dagsetningum er breytt til 30. júní 2021.

Stjórnartíðindi - Reglugerð nr. 471/2021

Félag sjúkraþjálfara harmar mjög að ráðherra hafi ekki séð ástæðu til að taka til greina tilmæli Félags sjúkraþjálfara um að afnema hina umdeildu kröfu um 2. ára starfsreynslu sjúkraþjálfara til að Sjúkratryggingar Íslands taki þátt í endurgreiðslu sjúkraþjálfunarkostnaðar.

Unnur Pétursdóttir
Form. FS