Eru breytingar í kortunum?

Félagsmenn bera ábyrgð á því að félagið sé með réttar upplýsingar

14.8.2020

Er félagið með réttar upplýsingar um þig?

Nú er haustið handan við hornið og að ýmsu að huga. Hjá mörgum eru haustin tími breytinga og hjá okkur í Félagi sjúkraþjálfara er það einnig tími þess að yfirfara og uppfæra lista og skráningu félagsmanna í okkar kerfum. 

Ef breytingar hafa orðið á heimilisfangi, símanúmeri, netfangi eða vinnustað ber hver og einn sjúkraþjálfari ábyrgð á því að upplýsingar séu réttar í félagatali og netfangalistum. Við biðjum ykkur því að senda póst á Fjólu á netfangið sigl@bhm.is með þessum upplýsingum ef þær eru breyttar. ATH að það skiptir gríðarlega miklu máli að taka það einnig fram hvort þið séuð sjálfstætt starfandi, launþegar eða bæði þar sem félagið heldur utan um mismunandi netfangalista eftir því hvaða upplýsingum þarf að koma á framfæri. Við bendum fólki einnig á að gagnlegt getur verið að nota persónuleg netföng þar sem vinnu-netföng breytast þegar skipt er um vinnustað. 

Við vekjum sérstaklega athygli á því að ekki er nóg að breyta prófílnum ykkar á mínum síðum á innri vef félagsins - það er ekki samtengt við félagatalið og við fáum enga tillkynningu um þær breytingar sem þar eru gerðar. Á sama tíma er ekki úr vegi að hver og einn sjúkraþjálfari skoði sína skráningu á innri vefnum og uppfæri í takt við nýjustu upplýsingar.