Fundað með Landlækni

Gæði og eftirlit, heilsugæslan o.fl.

13.12.2018

Gæði og eftirlit, heilsugæslan o.fl.

Unnur formaður, ásamt Kristjáni Hjálmari Ragnarssyni form. samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og Auði Ólafsdóttur verkefnisstjóra gengu á fund Ölmu Möller Landlæknis í gær, fimmtudaginn 13. des.

Farið var yfir landslagið í sjúkraþjálfun og rætt um mikla eftirspurn eftir sjúkraþjálfun og þann mönnunarvanda sem af því hefur hlotist. Farið var yfir stöðu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara, gæðastaðla og eftirlit. M.a. ræddi Landlæknir innleiðingu á nýju atvikaskráningarkerfi á landsvísu (sjá: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/12/12/innleida_samraemt_atvikaskraningakerfi/ ).

Einnig var hlutverk sjúkraþjálfunar innan heilsugæslunnar rætt og farið yfir framtíðarsviðsmyndir á þeim vettvangi.

Þetta var fyrsti fundur okkar með nýjum Landlækni og voru umræður allar afar góðar og að okkar mati báðum aðilum til upplýsingar og gagns.

 

Unnur P
Form. FS