Fundað með SÍ um fjarsjúkraþjálfun

26.3.2020

Tillögur hafa verið sendar SÍ um mögulega framkvæmd fjarsjúkraþjálfunar

Formaður FS og samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara funduðu með SÍ í vikunni. Ræddir voru faglegir, lagalegir og tæknilegir þættir málsins. Undirtektir erindisins fólu í sér góðan skilning en voru án allra loforða. Í kjölfarið voru SÍ sendar tillögur að framkvæmd. Nú er bara að bíða og sjá hver viðbrögð verða og ráðlegt að halda væntingum í hófi.

Fh samninganefndar sjst sjþj
Unnur Pétursdóttir
Form. FS