Fundur fagnefndar ER-WCPT á Íslandi

Fundað var með Heilsugæslu og Heilbrigðisráðuneyti

21.2.2019

Fundað var með Heilsugæslu og Heilbrigðisráðuneyti

Fagnefnd Evrópudeildar sjúkraþjálfara (ER-WCPT) fundaði á Íslandi dagana 15. – 16. febrúar 2019 í húsnæði okkar hjá BHM, Borgartúni 6, Reykjavík. Með þeim í för var Esther-Mary D'Arcy formaður deildarinnar og Jill Long, sem er fulltrúi ER-WCPT í Primary Care Forum í Evrópu.

20190214_164832Á fimmtudaginn 14. febrúar áttu þær ásamt formanni og varaformanni FS fundi með Þróunarmiðstöð Heilsugæslunnar og fulltrúum Heilbrigðisráðuneytisins. Síðdegis skoðuðu þær Styrk og Grensásdeildina. Um kvöldið var svo opinn fundur með allri nefndinni, stjórn og kjaranefnd félagsins, þar sem rætt var um Evrópudeildina, fagnefndina, hlutverk hennar og verkefni.

52571333_298342380877733_5700809374444814336_n

 Á föstudeginum og laugardeginum var svo sjálfur fundur nefndarinnar haldinn, en á föstudeginum var farið í skoðunarferð í sjúkraþjálfuna Aflið, sem er í sama húsi. Gestirnir okkar voru afar ánægð að sjá hversu vel búin stofan er og voru sérstaklega hrifin af þeirri miklu áherslu sem lögð er á að mæta þörfum barna á stofunni, en þar starfa nú nokkrir sjúkraþjálfarar sem sérstaklega sinna börnum, allt niður í nýfædda hvítvoðunga.

Á fundinum var farið er yfir margvísleg fagleg málefni sjúkraþjálfunar á Evrópu-grunni, svo sem klínískar leiðbeiningar, sí- og endurmenntun sjúkraþjálfara, gæðamál, stöðu sjúkraþjálfunar í heilsugæslu, sérhæfingu o.m.fl.

20190215_102611Nefndina skipa: Esther-Mary D'Arcy formaður Evrópudeildarinnar (Írland), Jill Long (Írland), Guus Meerhoff (Holland), Carlo Saad (Líbanon), Charlotte Chruzander (Svíþjóð), Nicole Muzar (Austurríki), Nirit Rotem (Ísrael) og Victoria Massalha (Malta). Einnig starfar með nefndinni David Gorria, framkvæmdastjóri ER-WCPT, en hann komst ekki til landsins og var með á skype, þegar á þurfti að halda.

20190215_200624Óvæntur vinkill var á heimsókninni, sem við vissum ekki af fyrirfram, en formaður lýbanska sjúkraþjálfarafélagsins, Antoine Abboud, ákvað að fylgja sínum manni og heimsækja Ísland. Það reyndist afar áhugavert að hitta þennan formann frá landi sem svo sannarlega hefur fengið aðra og verri útreið á undanförnum áratugum en við hér á Íslandi og upplýsti hann okkur um að hann hefði fæðst sama ár og borgarastyrjöldin hófst (1975) og hans fyrstu barnsminningar eru stríðið og átökin í Beirút, þar sem hann býr.

Nefndin var afar ánægð með móttökurnar og umgjörð fundarins og sérstaklega þakklát fyrir að fá að hitta íslenska sjúkraþjálfara og sjá þann háa standard sem er á sjúkraþjálfun á Íslandi.


Unnur P
Form. FS