Gagni – nýtt samskiptakerfi við Sjúkratryggingar Íslands

Mikilvægt að lesa vel leiðbeiningar sem í fylgja í handbók kerfisins

3.3.2017

Mikilvægt að lesa vel leiðbeiningar sem í fylgja í handbók kerfisins

Nú hefur Gagni verið tekinn í gagnið á nánast flestum stofum / stofnunum sem senda reikninga til SÍ og innleiðingarferlið því á lokametrunum. Við teljum að vel hafi tekist til og sjúkraþjálfarar almennt jákvæðir og ánægðir með nýtt kerfi. Mikil vinna hefur verið lögð í forritunarvinnu við kerfið og aðstoð við notendur núna síðustu tvo mánuði eins og gefur að skilja. Við þurfum núna að draga svolítið úr og stýra þessari vinnu mtt fjármagns, forgangsraða þeim breytingum og betrumbótum sem liggja fyrir og takmarka notendaaðstoð.

Því hefur verið tekin ákvörðun um að allar óskir um aðstoð við notendur komi í gegnum netfangið gagni@programm.is og verður þeim svarað í þeirri röð sem þær berast, en notendaaðstoðin fer fram í byrjun hvers virks dags. Ef fyrirspurnir um aðstoð safnast upp – þá gæti verið að svör dragist um einhverja daga.

Í þessu sambandi viljum við beina þeim tilmælum til ykkar að lesa vel yfir handbókina (nýjustu útgáfu hennar má ávallt nálgast á https://gagni.is/hjalp/handbok.pdf ) eða spyrja samstarfsfélaga / kollega áður en þið sendið beiðni um aðstoð. Ef þörf er á að óska eftir aðstoðinni þá beinum við einnig þeim tilmælum til ykkar um að vera með skýra fyrirspurn og senda slóð eða skjámynd (print screen) af því sem þið óskið eftir að fá svar við.

Að lokum viljum við benda ykkur á að gott kerfi er lengi hægt að bæta og allar hugmyndir eða fyrirspurnir um breytta virkni eða viðbætur við kerfið verði sendar beint á stýrihópinn sem forgangsraðar þeim mtt mikilvægis og kostnaðar.

 

Þökkum fyrir í bili

Auður, Haraldur og Ragnar

audurstyrkur@simnet.is

raggifri@gmail.com

haraldur@sjukrathjalfarinn.is