Gerðardómari skipaður í máli FS og SÍ

Úrskurður skal liggja fyrir ekki síðar en um miðjan desember 2019

21.11.2019

Úrskurður skal liggja fyrir ekki síðar en um miðjan desember 2019

Samninganefnd ásamt lögfræðingi félagsins, Daníel Isebarn Ágústssyni, hefur unnið ötullega að því í vikunni að hnýta lausa enda hvað varðar gerðardóm þann sem SÍ og FS féllust á að myndi úrskurða um þann ágreining sem upp er kominn varðandi gildistíma rammasamnings sjúkraþjálfara og SÍ.

Náðst hefur samkomulag milli aðila um að leita til Skúla Magnússonar, lögmanns og dósents við HÍ, og hefur hann samþykkt að taka verkefnið að sér. Aðilar máls skulu hafa skilað greinargerð og gögnum til hans þann 29. nóvember nk og úrskurður skal falla eigi síðar en 20. desember 2019.

Samninganefnd mun samhliða hefja viðræður við SÍ varðandi framtíðarfyrirkomulag innkaupa SÍ á þjónustu sjúkraþjálfara strax í næstu viku.

Rétt er að greina frá því að fyrirspurn barst frá SÍ um gagnaflutning á „SÍ reikningum“ úr Gagna til SÍ vegna þessara tveggja daga sem sjúkraþjálfarar störfuðu ekki skv. rammasamningi. Það mun flýta fyrir endurgreiðslu til sjúklinga sem ellegar tæki allt að fjóra mánuði. Falli gerðardómur FS í vil er annars hæpið að sjúklingar eigi rétt á endurgreiðslu þar sem engin endurgreiðslu-reglugerð var í gildi þessa daga. FS hefur notið ráðgjafar lögfræðings félagsins sökum persónuverndar og umboðs FS til að veita umbeðnar upplýsingar. Mat hans er að FS hafi heimildina og hefur SÍ verið sent minnisblað, fyrirmæli og vinnslusamningur um persónuvernd þar að lútandi.


Samninganefnd FS.