Haraldur Sæmundsson er nýr formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi

Samningur rennur út í lok maí

23.4.2019

Samningur rennur út í lok maí

20181012_170150-crop2

Haraldur Sæmundsson er nýr formaður samninganefndar sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Haraldur er einn eigenda Sjúkraþjálfarans í Hafnarfirði og hefur starfað þar frá upphafi. Haraldur hefur setið í samninganefnd sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um árabil og var formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í nokkur ár, á meðan það var starfsrækt.

Haraldur er því mikill reynslubolti í þessum efnum og það verður gott að hafa góðan mann í brúnni nú þegar viðræður eru að fara af stað við Sjúkratryggingar Íslands, en samningur sá sem sjúkraþjálfarar starfa nú er eftir rennur út í lok maí.