Heimsþing sjúkraþjálfara fór fram um síðustu helgi

Málstofur, umræðuhópar og fyrirlestrar voru teknir upp og hægt er að nálgast efnið til 8. júlí 2021

16.4.2021

Ekki er of seint að skrá sig og fá aðgang að efni ráðstefnunnar

Heimsþing sjúkraþjálfara fór fram um síðustu helgi. Ráðstefnan var rafræn í fyrsta skipti og gekk vonum framar. Um 1000 þátttakendur frá öllum heimsálfum tóku þátt, þrátt fyrir tímamismun og tæknilegar áskoranir. 

Nokkrir íslenskir sjúkraþjálfarar tóku þátt í rauntíma, en fyrir aðra sem ekki gerðu það er þó ekki of seint að fræðast og taka þátt. Stærsti hluti af þeim málstofum, umræðuhópum, fyrirlestrum g öðru efni var tekið upp og verður efnið aðgengilegt til 8. júlí 2021. Þá má einnig kynna sér veggspjöld og útkomur úr þeim vinnuhópum sem fram fóru í rauntíma, og eru áfram í vinnslu á meðan efnið er aðgengilegt. 

Við hvetjum sjúkraþjálfara á Íslandi til að skoða dagskrána, skrá sig, fræðast og njóta. Við minnum á að hægt er að sækja um styrk fyirr ráðstefnunni í sjóði BHM, Starfsmenntasjóð og í Starfsþróunarsetur Háskólamanna.

Hér er heimasíða heimsáðstefnu sjúkraþjálfara

Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi verið bylting í að auka aðgengi sjúkraþjálfara á heimsvísu að fræðilegu efni og að ráðstefnunni sjálfri enda var almenn ánægja með fyrirkomulagið í núverandi ástandi. Hinsvegar voru lagflestir sammála því að félagslega þáttinn skorti, spjallið á göngunum og í kvöldkokteilnum. 

Við bíðum spennt eftir næstu heimsráðstefnu, sem mun fara fram í Tokyo í Japan árið 2023!