Kallað er eftir framboðum til formanns FS

Sitjandi formaður gefur kost á sér til endurkjörs

12.12.2019

Sitjandi formaður gefur kost á sér til endurkjörs

Skv. reglum FS er nú kallað eftir framboðum til formannsembættis félagsins, sbr:

“Minnst 3 mánuðum fyrir aðalfund skal kallað eftir framboðum til formannsembættis. Framboðsfrestur rennur út 6 vikum fyrir áætlaðan aðalfund og skal skilað til ritara félagsins. Komi í ljós að tveir eða fleiri bjóða sig fram skal stjórn skipa kjörstjórn sem stýrir kosningunum, í samræmi við 9. gr laga FS.”

Sitjandi formaður, Unnur Pétursdóttir, hefur nú þegar gefið að út að hún muni bjóða sig fram til endurkjörs, sbr. frétt á heimasíðu dags. 21. nóv sl: https://www.physio.is/um-felagid/utgafa/frettir/formadur-fs-bydur-sig-fram-til-endurkjors-til-tveggja-ara

Aðalfundur FS verður haldinn fyrrihluta marsmánaðar, og rennur framboðsfrestur því út föstudaginn 17. janúar 2020. Skv reglum skal framboðum skilað til ritara félagsins, Fríðu Brár Pálsdóttur, netfang: frida.palsdottir@yahoo.com

Kallað verður eftir framboðum í önnur trúnaðarstörf fyrir félagið á nýju ári.

Stjórn FS.