Meistaravörn í Lýðheilsuvísindum

Monique van Oosten sjúkraþjálfari ver ritgerð sína 17. mars nk

9.3.2017

Monique van Oosten sjúkraþjálfari ver ritgerð sína 17. mars nk

Föstudaginn 17. mars nk mun Monique van Oosten sjúkraþjálfari verja ritgerð til meistaragráðu í Lýðheilsuvísindum á Reykjalundi milli kl. 10.00 og 12.00.

Verkefnið ber heitið: "Áhrif Buteyko aðferðinnar á hvíldaröndun og stjórnun astmasjúkdómsins hjá astmasjúklingum".

Leiðbeinandi er Marta Guðjónsdóttir og í meistaranámsnefndinni eru Auðna Ágústsdóttir, verkefnastjóri Menntadeildar Landspítala og Björn Magnússon læknir.

Prófdómari verður Stefán B. Sigurðsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, fyrrum prófessor við Læknadeild HÍ og deildarforseti þar um tíma