Til félagsmanna FS sem starfa á samningi við SÍ

Heildarendurskoðun SÞ kerfisins - SÞ sjóður

27.2.2015

Hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir sjúkraþjálfara sem starfa á samningi við SÍ og verður það kynnt  á aðalfundi FS þann 5. mars nk.

Í samkomulagi FS og SÍ sem tengt er rammasamningi SÍ um þjónustu sjúkraþjálfara er kveðið á um að aðilar samkomulagsins munu standa að heildarendurskoðun SÞ kerfisins. Stofnuð var nefnd sem skilaði niðurstöðu um mánaðarmótin okt/nóv s.l. Í þessum niðurstöðum eru tæknilegar útfærslur á hluta sjúkraþjálfara skilgreindar, útfærslur á huta SÍ skilgreindar sem og svokölluð b2b samskipti.

Eftir að fyrrgreind nefnd skilaði af sér, fór kjaranefnd FS í viðræður við SÍ um skiptingu SÞ sjóðsins, en eins og þið sjálfsagt vitið þá hafa sjúkraþjálfarar greitt vefþjónustugjald til SÍ um árabil og hefur SÞ kerfið hingað til verið rekið fyrir þá fjármuni. Mat samninganefndar FS og lögfræðings, sem veitt hefur nefndinni ráðgjöf, er að hlutdeild sjúkraþjálfara í sjóðnum sé um 75% og hlutur SÍ um 25%.

Talsvert púður hefur farið í samningaumleitanir við SÍ um þessa skiptingu en vonumst við til þess að hægt verði að loka málinu á þessum nótum á allra næstu dögum. Í framhaldinu þurfum við væntanlega að safna saman umboðum sjúkraþjálfara sem greiða og greitt hafa vefþjónustugjald á síðustu árum svo mögulegt sé að færa hlutdeild sjúkraþjálfara yfir á reikning FS sem eyrnamerktur yrði SÞ sjóðnum.

Ljóst er að hér er um mikið hagsmunamál að ræða fyrir sjúkraþjálfara sem starfa á samningi við SÍ þar sem nýtt SÞ kerfi mun m.a. veita rauntímaupplýsingar um stöðu einstaklingsins ásamt ýmsum öðrum löngu tímabærum nýjungum sem fylgja mun nýju SÞ kerfi. Því vonumst við til þess að umleitan okkar um umboð muni ganga fljótt og vel fyrir sig þegar eftir þeim verður leitað.

Málið verður kynnt á aðalfundi FS þann 5.mars n.k.

Kjaranefnd FS