IMA fundur Madrid 

Staða verkefnisins nú er sú að prototýpa tækisins var kynnt í fyrsta skipti. 

Staða verkefnisins nú er sú að prototýpa tækisins var kynnt í fyrsta skipti. 

Í vikunni fór formaður í örsnögga fundarferð til Madrid. Fundurinn var svokallaður IMA-fundur, sem haldinn er á 6 mánaða fresti á meðan á IMA verkefninu stendur.

IMA verkefnið gengur út á að þróa næstu kynslóð KINE tækjanna, með það fyrir augum að þar fái sjúkraþjálfarar í hendur notendavænt og fljótlegt tæki sem gefur nákvæmar og áreiðanlegar upplýsingar um hreyfingar og virkni vöðva.

Verkefnið er samstarfsverkefni FS, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, KINE, félaga sjúkraþjálfara í Hollandi og á Spáni, Sjúkraþjálfun Íslands, Maritim (sjúkraþjálfunarstofa í Valencia), IBV rannsóknarstofu í Valencia og hugbúnaður er unninn af PERA í Bretlandi.

Verkefnið hlaut styrk frá evrópusambandinu, sem þýðir að Félag sjúkraþjálfara ber engan kostnað af verkefninu. Ferðir formanns og annar kostnaður sem tilfellur er alfarið greiddur af þessum styrk.

Staða verkefnisins nú er sú að prototýpa tækisins var kynnt í fyrsta skipti. Fékk spænska sjúkraþjálfunarstofan hana til prófunar en Sjúkraþjálfun Íslands mun fá annað tæki mjög fljótlega. Það verður afar spennandi að fá að heyra frá sjúkraþjálfurum hjá Sjúkraþjálfun Íslands hvernig það reynist og nýtist í starfi. Viðbúið er að einhver vandkvæði komi fram, en til þess er einmitt prófunartíminn, að finna það sem þarf að bæta og laga það.

Síðasti fundur verkefnishópsins verður svo í Reykjavík í september nk. og er markmiðið að þá verði tækið tilbúið í það sem kallast post-project fasa, en þá fer tækið í gegnum ákveðið ferli áður en það er sett á markað.

Það hefur verið afar fróðlegt og áhugavert að taka þátt í þessu ferli með svo alþjóðlegum hópi sjúkraþjálfara, verkfræðinga, tölvunörda og verkefnisstjóra. Það hefur líka verið ný upplifun fyrir formanninn, sem er vanur því að fara í vinnuferðir umvafin kynsystrum, að ferðast með fríðum flokki karlmanna.

Mest spennandi verður þó á næstunni að fylgjast með framvindu mála á þessum lokametrum verkefnisins og hvet ég aðra sjúkraþjálfara að gera slíkt hið sama, sjá www.imatec.is

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS.