Staðan í kjarabaráttu félagsmanna FS hjá ríki

Gerðardómur Alþingis - málsókn BHM gegn ríki

2.7.2015

Gerðardómur Alþingis - málsókn BHM gegn ríki

Eins og félagsmönnum er kunnugt var farið í verkfallsaðgerðir af hálfu BHM þar sem ákveðið var að sumar stéttir stæðu verkfallsvaktina sjálfa, en aðrar stéttir héldu þeim upp á meðan.

Niðurstaðan eftir 10 vikna aðgerðir eru öllum vonbrigði, Alþingi setti lög á aðgerðinar. Barist var með öllum þeim vopnum sem löglegt og siðlegt er að nota, rætt við viðsemjendur endalaust þrátt fyrir að þar væri ítrekað skilað auðu, fjölmiðlar og samfélagsmiðlar nýttir til hins ítrasta til að koma á framfæri málflutningi okkar og færð rök fyrir mikilvægi þess að meta menntun til launa.

Staðan nú er sú að skipaður var gerðardómur þann 1. júlí sjá: http://www.ruv.is/frett/gerdardomur-hefur-verid-skipadur

Formaður og varaformaður BHM funduðu með gerðardómi fim. 2. júlí og föstudaginn 3. júlí fundar gerðardómur með bæði viðræðunefnd BHM og Samninganefnd ríkisins. Sama dag, þann 3. júlí, verður fyrirtaka í málsókn BHM gegn ríkinu varðandi lagasetninguna og málið dómtekið og flutt á mánudag, 6. júlí kl 9.15 í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fylgist með fréttum og facebook, bæði opnum og lokuðum síðum, þeir sem hafa aðgang þar.

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS