Alþjóðadagurinn 8. sept

Fréttatilkynning frá WCPT

Fréttatilkynning frá WCPT

Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í að aðstoða fólk sem býr við fötlun eða langvarandi heilsubrest í að ná markmiðum sínum, uppfylla möguleika sína og taka fullan þátt í samfélaginu. Þetta eru skilaboð þúsunda sjúkraþjálfara um allan heim á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8. september.

Margir sem búa við fötlun eða langvarandi heilsubrest lifa fullnægjandi lífi. En ekki allir, vegna þess að þeir fá ekki rétta tegund af stuðningi. Slíkt er  alvarlegt fyrir einstaklinginn og þessi sóun tækifæra er einnig á kostnað annarra, fjölskyldna, samfélaga og þjóðfélaga. Í nýlegri rannsókn var sýnt fram á að efnahagslegt tap á alþjóðamælikvarða vegna langvinnra sjúkdóma svo sem hjartasjúkdóma, sykursýki, lungnasjúkdóma og krabbameina verður um 63 trilljónir bandaríkjadollara á næstu 20 árum.

Hins vegar þarf það ekki að vera svona, segir heimssamband sjúkraþjálfara, WCPT.  „Fólk sem leitar til og þarf  þjónustu sjúkraþjálfara er allt frá börnum til aldraða, frá fólki með mikla fötlun til afburða íþróttamanna. Með aðkomu okkar sjúkraþjálfaranna og áherslu okkar á hreyfingu, þjálfun og virkni við höfum tækifæri til að tryggja að fólk nái takmarki sínu, hvert sem það kann að vera" segir Emma Stokes, forseti WCPT.  „Stöðugt fleiri rannsóknir leiða í ljós mikilvægi sjúkraþjálfunar. Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar er tilvalinn til að varpa ljósi á þau áhrif sem sjúkraþjálfun getur haft á líf einstaklinganna, sem og hvatning til stjórnmálamanna og annarra ráðandi aðila að gera starfsgrein okkar það kleift að uppfylla möguleikana á að breyta lífi þess fólks sem við þjónum til hins betra.“

Nánari upplýsingar um daginn má fá á heimasíðu heimssambandsins,  www.wcpt.org