Aðalfundur FSSH

Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu

Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu

Kæru félagar

Aðalfundur Félags sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu (FSSH) verður haldinn fimmtudaginn 24. septemer kl 17:00 í húsnæði félagsins hjá BHM að Borgartúni 6, 3. hæð.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosinn fundarstjóri og ritari fundar.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
4. Ákvörðun félagsgjalda fyrir næsta ár.
5. Lagabreytingar (engar tillögur liggja fyrir frá stjórn).
6. Stjórnarkjör.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Önnur mál (m.a. reifaðar hugmyndir um fræðslufundi vetrarins og hvatt til þátttöku á ráðstefnu IOPPMH í Madrid í mars n.k.).

Í lok aðalfundar (sem tekur venjulega MJÖG stuttan tíma) þá ætlar Sigrún Vala að segja okkur frá erindi sínu sem hún hélt á Heimsþingi WCPT s.l. sumar og Kristín Rós mun segja okkur frá því sem henni fannst áhugaverðast á Heimsþinginu. 

Þið fáið nánari upplýsingar um erindin þegar nær dregur.

Vonandi sjáið þið ykkur sem flest fært að mæta.

Í félaginu eru nú 14 áhugasamir sjúkraþjálfarar um sálvefræna heilsu.

Bestu kveðjur f.h. FSSH
Anna Stína 
ritari