Skrifað undir kjarasamning við SFV

Samningurinn afturvirkur frá 1. mars 2015

Samningurinn afturvirkur frá 1. mars 2015

Skrifað var undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi milli Félags sjúkraþjálfara (og fleiri aðildarfélaga BHM) og SFV sl. föstudag, þann 23. október. Samningurinn hefur verið sendur til félagsmanna sem starfa eftir honum og mun atkvæðagreiðsla hefjast í vikunni.

Félagmenn, sem eru aðilar að þessum samningi, eru hvattir til að kynna sér samninginn vel og ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband við formann í s. 698-7915. Rafrænn atkvæðaseðill verður sendur til atkvæðisbærra félagsmanna. Hann kemur frá fyrirtæki sem heitir Outcome, vinsamlegast ekki henda þeim pósti!

Afar mikilvægt er að allir greiði atkvæði !!!

 

Atkvæðagreiðsla mun standa yfir til 10. nóvember og því verður greitt út eftir þessum samningi í fyrsta skipti þann 1. desember. Rétt er að vekja athygli á að samningurinn er, eins og ríkissamningurinn, afturvirkur frá 1. mars 2015.

 

Aðildarfélög BHM sem aðild eiga að samningnum eru: Félag sjúkraþjálfara, Félagsráðgjafafélag Íslands,  Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Þroskaþjálfafélag Íslands og Fræðagarður.

Stofnanir sem SFV semur fyrir eru: Dvalarheimið Ás, Brákarhlíð, Eir, Fellsendi, Grund, Hamrar, Hornbrekka,  HNLFÍ, Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista Hlévangi, Hrafnista Kópavogi, Hrafnista Nesvöllum,  Hrafnista Reykjavík, Krabbameinsfélag Íslands,  Lundur,  Mörk, Múla- og Hlíðarbær, SÁÁ, Sjálfsbjörg Rvík, Skjól, Sóltún, Skógarbær og Vigdísarholt (Sunnuhlíð).