PEDro - gagnagrunnur sjúkraþjálfunar

Yfir 32.000 gagnreyndar rannsóknir, kerfisbundnar samantekir og klínískar leiðbeiningar á sviði sjúkraþjálfunar

28.1.2016

Yfir 32.000 gagnreyndar rannsóknir, kerfisbundnar samantekir og klínískar leiðbeiningar á sviði sjúkraþjálfunar

Félag sjúkraþjálfara minnir félagsmenn á að í gegnum félagsaðild sína hafa íslenskir sjúkraþjálfarar aðgang að PEDro gagnagrunninum, sem er sérhæfður gagngrunnur rannsókna á sviði sjúkraþjálfunar. Í gegnum þennan gagnagrunn má nálgast yfir 32.000 gagnreyndar rannsóknir, kerfisbundnar samantekir og kliniskar leiðbeiningar.

Gagnagrunnurinn er hýstur af Ástralska félagi sjúkraþjálfara. Félag sjúkraþjálfara, ásamt flestum vestrænum félögum sjúkraþjálfara, veitir árlega styrk til gagnagrunnsins og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér aðganginn að þessari uppsprettu þekkingar.

Tengill á gagnagrunninn: http://www.pedro.org.au/

Fh. stjórnar
Unnur Pétursdóttir
Form. FS