Menntunarákvæði í samning sjúkraþjálfara við SÍ

Sögulegt skref í samskiptum sjúkraþjálfara við stofnunina

Sögulegt skref í samskiptum sjúkraþjálfara við stofnunina

Sl. þriðjudag var gengið frá menntunarákvæði því sem sett var inn í rammasamning sjúkraþjálfara við SÍ í febrúar 2014 og taka átti gildi nú í febrúar 2016. Í ákvæðinu felst að þeir sjúkraþjálfarar sem lokið hafa 30 ECTS eininga námi (eða 180 klst námskeiðum) geta nú sótt um 2,5% álag á einingaverð og þeir sem lokið hafa 60 ECTS eininga námi (eða 360 klst í námskeiðum) geta sótt um 5% álag á einingaverð.

Þannig er stignunin nú sú að eftir 30 ECTS einingar fæst 2,5% álag, eftir 60 ECTS einingar fæst 5% álag og sjúkraþjálfarar með sérfræðiviðurkenningu frá Landlækni fá 10% álag á einingaverð.

Það er álit samninganefndar FS að þarna hafi verið stigið sögulegt skref með því að framhaldsnám, sí og endurmenntun sjúkraþjálfara (annað en sérfræðiviðurkenning) er í fyrsta skipti metið til álags í samskiptum okkar við SÍ. Það er við hæfi að það gerist á sama tíma og launþegamegin er verið að útfæra menntunarákvæði gerðardóms, sem komu í kjölfar kröfu BHM: Metum menntun til launa!

Leiðbeiningar til sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara varðandi umsóknarferlið verða sendar út á næstu dögum.

 

Sjúkraþjálfarar - til hamingju með áfangann !