Stoðkerfisverkir, hvað er til ráða?

Fræðsla fyrir almenning

5.5.2016

Fræðsla fyrir almenning

Fræðsla um málefnið ætluð almenningi (verkjasjúklingum og aðstandendum) verður haldin á vegum Félags sjúkraþjálfara í Reykjavík og á Akureyri.


Fyrirlesarar eru þeir Þorvaldur Skúli Pálsson Ph.D og Steffen Wittrup Christensen MT sjúkraþjálfarar, sem báðir starfa í Danmörku, ásamt Sigríði Zoega, hjúkrunarfræðingi á verkjasviði Landspítalans. Fyrirlestrarnir eru haldnir í tengslum við námskeiðin, sem kennd verða dagana 20. – 22. maí, bæði í Reykjavík og á Akureyri.


Reykjavík:  Fimmtudagur 19. maí kl 19:30 í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, Laugardal.

Akureyri: Mánudagur 23. maí kl 20:00 á Bjargi, Bugðusíðu 1, Akureyri.

Aðgangur er ókeypis.

Fræðslan verður auglýst nánar síðar, en endilega látið skjólstæðinga ykkar vita þ.a. þeir geti tekið tímann frá.


F.h. stjórnar FS
Veigur Sveinsson
varaformaður FS
veigur@aflid.is