ICPPMH ráðstefnan á Íslandi árið 2018

Stórkostlegt tækifæri fyrir alla sem sinna sjúkraþjálfun á sviði geðheilsu, langvinnra verkja, meðferðar í kjölfar áfalla o.fl.

Stórkostlegt tækifæri fyrir alla sem sinna sjúkraþjálfun á sviði geðheilsu, langvinnra verkja, meðferðar í kjölfar áfalla o.fl.

Nokkrir félagar FSSH  (Félag sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu) sóttu mjög áhugaverða ráðstefnu á vegum IOPTMH (International Organization of Physical Therapists in Mental Health) í Madrid nýverið til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á því sérsviði innan sjúkraþjálfunar. IOPTMH er eitt undirfélaga WCPT. Sjá fréttabréf frá IOPTMH.

Newsletter-IOPTMH-June-2016 

Við teljum að full þörf sé á að  fleiri sjúkraþjálfarar á Íslandi  kynni sér þá þekkingu sem nú er til innan fagsins og lýtur að geðheilsu og mörgu henni tengdu, ss. langvinnum verkjum.

Þessi alþjóðlega ráðstefna  sjúkraþjálfara um sálvefræna heilsu,  „The 7th International Conference of Physiotherapy on Psychiatry and Mental Health (7th ICPPMH)“ verður haldin í apríl árið 2018 í Reykjavík. Það er stórkostlegt tækifæri fyrir alla sem sinna sjúkraþjálfun á sviði geðheilsu, langvinnra verkja, meðferðar í kjölfar áfalla o.fl. til að sjá og heyra okkar fremstu kollega á þessu sviði ræða það sem efst er á baugi í þessum stóra málaflokki, sem í raun allir sjúkraþjálfarar takast á við í sinni vinnu á einn eða annan hátt.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri – takið frá dagana 10. – 12. apríl 2018 nú þegar!

Nánar auglýst síðar.

Kveðja, stjórn FSSH