Að loknum alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar 2016

Sjúkraþjálfarar – takk fyrir góða þátttöku

9.9.2016

Sjúkraþjálfarar – takk fyrir góða þátttöku

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar var haldinn í gær, 8. sept. Við vorum fyrirferðamikil á samfélagsmiðlum og sjúkraþjálfarar voru duglegir að deila efni á sínum privat-síðum.

Sett var inn flott myndband þar sem félagið fékk kveðju frá Stefáni Þorleifssyni, 100 ára íþróttakennara á Neskaupstað þar sem hann leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=GWmiEP14soE&feature=youtu.be

Birt var auglýsing um daginn í Fréttablaðinu, sem birtist á bls. 39.

Efni var sett inn reglulega yfir daginn og fékk efni tengt deginum samanlagt yfir 21.000 birtingar í fréttaveitum landsmanna (þær urðu 8.000 í fyrra).

Tvær greinar birtust á netmiðlum, önnur frá undirritaðri, formanni FS og hin frá Nönnu Guðnýju Sigurðardóttur, formanni Félags sjúkraþjálfara í öldrunarþjónustu (FSÖ).

http://www.visir.is/baetum-lifi-vid-arin/article/2016160908999

http://kjarninn.is/skodun/2016-09-07-thjalfun-efri-arum-er-gagnleg/

 

Erlendis var líka margt um að vera og hægt er að sjá margt af því á twitter undir myllumerkjunum #worldPTday og #addlifetoyears .

Sett var textuð útgáfa af kveðjunni hans Stefáns inn á twitter og fór hún um allan heim. Viðbrögð komu frá Evrópu, USA, Brasilíu og Ástralíu, svo eitthvað sé nefnt.

Emma Stokes, forseti WCPT, deildi því myndbandi með orðunum: „Have you seen this amazing video for #WorldPTDay ?“

 

Það sem við vitum af  nú þegar að var í gangi er eftirfarandi:

Landspítalinn – uppákomur á öllum starfsstöðvum spítalans

Reykjalundur stóð fyrir metnaðarfullri dagskrá allan daginn fyrir skjólstæðinga og starfsfólk

Mörk bauð heimilisfólki upp á hreyfistöðvar og góðgæti

Sjúkraþjálfun Vestfjarða – opið hús allan daginn, fræðsla kl 13 – 14.30

Sjúkraþjálfarinn Hafnarfirði – opið hús með fræðsluerindum og uppákomum kl 16 – 18

Sóltún – hjúkrunarheimili – sjúkraþjálfarar buðu upp í dans kl 11

Myndir af sumum þessara uppákoma eru á facebook-síðu félagsins (ath að þið þurfið ekki að vera sjálf á facebook til að geta farið inn á síðuna, https://www.facebook.com/felag.sjukrathjalfara/ )

Ef þið stóðuð fyrir uppákomu, endilega látið félagið vita – og helst sendið með mynd ef til er á physio@physio.is

Þið stóðuð ykkur frábærlega og vöktuð svo sannarlega athygli á deginum.

Til hamingju með Alþjóðlegan dag sjúkraþjálfunar!

Unnur Pétursdóttir
Form. FS