Ný stjórn Félag sjúkraþjálfara

Fyrsti fundur haldinn 12. mars 2019

14.3.2019

Fyrsti fundur haldinn 12. mars 2019

Stjórn Félags sjúkraþjálfara hittist á sínum fyrsta fundi að loknum aðalfund þriðjudaginn 12. mars sl. Stjórn skipti með sér verkum skv. lögum félagsins er nú þannig skipuð:

Unnur Pétursdóttir formaður
Gunnlaugur Briem varaformaður
Margrét Sigurðardóttir gjaldkeri
Fríða Brá Pálsdóttir ritari
Guðný Björg Björnsdóttir meðstjórnandi

Að fundi loknum var tækifærið nýtt til að kveðja fráfarandi stjórnarmenn, þau G. Hauk Guðmundsson og Helgu Ágústsdóttur, og eru þeim færðar miklar og góðar þakkir fyrir störf þeirra í þágu félagsins.