Nýr starfsmaður á skrifstofu FS hefur störf

Steinunn S. Ólafardóttir sjúkraþjálfari hefur hafið störf

29.1.2020

Steinunn S. Ólafardóttir sjúkraþjálfari hóf störf á skrifstofu FS mánudaginn 27. janúar 2020

Steinunn S. Ólafardóttir sjúkraþjálfari hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu félagsins í 50% starfshlutfall og hóf hún störf síðastliðinn mánudag. Í samræmi við auglýsingu verður hennar helsti starfsvettvangur eftirfarandi:

Ritstjóri Sjúkraþjálfarans
Starfsmaður fræðslunefndar
Starfsmaður framkvæmdanefndar um Dag sjúkraþjálfunar
Umsjón og skipulagning viðburða félagsins
Umsjón heimasíðu og samfélagsmiðla félagsins
Umsjón kliniskra leiðbeininga og mælitækjabanka
Föstudagsfréttir
Önnur verkefni sem stjórn felur viðkomandi

Steinunn-S.-Olafardottir

Netfang: steinunnso@bhm.is


Steinunn útskrifaðist sem sjúkraþjálfari árið 2015. Hún tók strax þátt í starfi félagsins og sat í framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar árin 2017-19. Hún var önnur tvegga “ungra framtíðarsjúkraþjálfara” sem sóttu heimsþing WCPT í S-Afríku árið 2017. Auk starfsins fyrir félagið starfar Steinunn áfram sem sjúkraþjálfari í Heilsuborg.


Stjórn FS býður Steinunni velkomna til starfa.