Öflug samstaða

Skráð 20.09.2019

20.9.2019

Meira en 95% hafa skilað inn umboðum

Nú þegar hafa yfir 95% sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara skilað umboðum til skrifstofunnar vegna samningamála og mögulegri afsögn af rammasamningi. Og vitum við af fleirum á leiðinni.

Eins og samþykkt var á félagsfundi s.l. þriðjudag leitar samninganefndin leiða til að ná samkomulagi um frestun útboðs, að tekið verði tillit til athugasemda sjúkraþjálfara við útboðsskilmála ásamt verðlagsleiðréttingum. 

 Sem fyrr er öflug samstaða sjúkraþjálfara lykilatriði ef nauðsynlegt verður að grípa til harðari aðgerða til að hafa áhrif á gang mála.

Vel gert sjúkraþjálfarar!