Opnað hefur verið fyrir skráningu á Dag sjúkraþjálfunar 2019

Dagurinn verður haldinn á Hilton Hótel Nordica, föstudaginn 15. mars 2019

7.2.2019

Dagurinn verður haldinn á Hilton Hótel Nordica, föstudaginn 15. mars 2019

Dagur sjúkraþjálfunar verður haldinn föstudaginn 15. mars 2019. Að venju verður hann á Hilton Hótel Nordica við Suðurlandsbraut.

Skráning á Dag sjúkraþjálfunar: https://events.artegis.com/event/DS_2019

Aðalfyrirlesari dagsins verður Graciela Rovner, sem var einn fyrirlesara á ICPPMH2018 ráðstefnunni, sem haldin var á vegum félagsins í Reykjavík í apríl 2018. Nálgun hennar varðandi verki og verkjameðferð vakti mikla athygli og þótt ástæða til að fá hana aftur til að gefa félagsmönnum öllum kost á að hlýða á mál hennar.

https:// www.wcpt.org/congress/speakers/Graciela-Rovner

Minnum á að Dagur sjúkraþjálfunar er styrkhæfur hjá endurmenntunarsjóði BHM og starfsþróunarsetri háskólamanna. Fargjöld og gistikostnaður félagsmanna utan af landi er einnig styrkhæfur.

Dagskrá Dags sjúkraþjálfunar 2019

Dagur sjúkraþjálfunar 2019 - dagskrá

20180316_092212Framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar 2019
Netfang nefndarinnar er: dagursjukra@gmail.com

Steinunn S. Ólafardóttir, Heilsuborg
Guðný Björg Björnsdóttir, Hæfi
Jón Gunnar Þorsteinsson, Reykjalundur
Kristinn Magnússon, Ásmegin
Kolbrún Kristínardóttir, Æfingastöðin

Eins og í fyrra mun ráðstefnuskrifstofan Iceland Travel sjá um ytri umgjörð dagsins.
Sýnendum er bent á að snúa sér beint til þeirra, radstefnur@icelandtravel.is

Fólk snúi sér þangað ef vantar upplýsingar eða aðstoð varðandi skráningu.