Reiknivél vegna breytingar á starfshlutfalli

Í skugga faraldurs

25.3.2020

BHM hefur bætt við reiknivél á heimsíðu sína til að auðvelda félagsmönnum að áætla breytingu á tekjum í breyttu starfshlutfalli

Samkvæmt nýjum lögum um hlutastarfsleiðina eiga félagsmenn BHM og þar með talið félagsmenn FS rétt á að sækja um bætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli.

Hér má nálgast lögin: https://www.althingi.is/altext/150/s/1173.html

BHM hefur birt reiknivél á vef sínum sem hjálpar félagsmönnum að átta sig á breytingu á starfshlutfalli út frá þeim forsendum sem lögin segja til um.

Hér má nálgast reiknivélina: https://www.bhm.is/rettindi-og-skyldur/covid-19/reiknivel/