Sjúkraþjálfarar fá úthlutun úr Lýðheilsusjóði

Gróska er í nýsköpun meðal sjúkraþjálfara

20.2.2020

Fjögur verkefni sjúkraþjálfara fengu úthlutað úr Lýðheilsusjóði 2020

Úthlutun úr Lýðheilsusjóði fór fram þann 18.2.2020 og voru fjögur verkefni sjúkraþjálfara semfengu úthlutað að þessu sinni.


39084_91_preview


Cropped-Logo-Leidarvisir-e1550254595597

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hlaut styrk upp á 750.000 kr. fyrir verkefnið Leiðarvísir Líkamans. www.leidarvisirinn.is


Netsjukrathj


Sara Lind Brynjólfsdóttir og Daði Reynir Kristleifsson hjá Netsjúkraþjálfun hlutu styrk upp á 400.000 kr. fyrir þróun á námskeiði fyrir starfsfólk leikskóla og grunnskóla. www.netsjukrathjalfun.is

Nedanbeltis


Lárus Jón Björnsson sjúkraþjálfari hlaut styrk upp á 300.000 kr. fyrir verkefnið Neðanbeltis- Karlaheilsa. www.facebook.com/nedanbeltis


Bjarg-logo-an-ramma-Recovered-1

Marjolijn van Dijk og Þórdís Úlfarsdóttir á Bjargi- Endurhæfingarstöð á Akureyri hlutu styrk upp á 250.000 kr. fyrir verkefnið Liðvernd


Eins og kemur fram á vef Embættis Landlæknis voru eftirfarandi viðmið höfð til hliðsjónar við úthlutunina:

„Áhersla er lögð á að styrkja aðgerðir sem miða m.a. að því að efla geðheilsu barna og fullorðinna, áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir, forvarnir og kynheilbrigði. Við mat á umsóknum fyrir árið 2020 var einnig sérstaklega horft til verkefna sem styðja við minnihlutahópa, stuðla að jöfnuði til heilsu og tengjast nýsköpun á sviði forvarna og heilsueflingar.“

(Tekið af vef þann 20.2.2020 https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item39079/Uthlutun-ur-Lydheilsusjodi-2020)

Það er nokkuð ljóst að talsvert er um nýsköpun og þróun góðra verkefna meðal sjúkraþjálfara á Íslandi.

Við óskum öllum styrkþegum til hamingju með úthlutunina.