Sjúkraþjálfun í samkomubanni

16.4.2020

Bráðaþjónusta sjúkraþjálfara og endurmat á viðmiðum

Til félagsmanna

Starfsemi sjúkraþjálfara, sérstaklega sjálfstætt starfandi, hefur verið með alminnsta móti undanfarnar vikur og þetta hefur verið erfiður og snúinn tími.

Góðu heilli sjáum við fram á betri tíma og frá 4. maí mega stofur aftur hefja starfsemi með skilyrðum sóttvarnarlæknis, s.s. um fjarlægð milli skjólstæðinga og góðar sóttvarnir.

Áfram er lögð er áhersla á að allir skjólstæðingar sem geta beðið eftir meðferð fram yfir næstu mánaðarmót, þeir bíði.

Hins vegar er vaxandi þrýstingur frá skjólstæðingum, sem eru nú þegar búnir að bíða lengi, um að fá að komast í meðferð. Því hefur fagnefnd félagsins endurskoðað fyrri leiðbeiningar sem gefnar voru út í mars og eru þær hér meðfylgjandi.

Vakin er athygli á að skv. nýrri gjaldskrá SÍ er kominn gjaldaliður fyrir símaviðtali og þar sem gott og leiðbeinandi símtal getur fleytt skjólstæðingi fram yfir næstu mánaðarmót, er það besta lausnin.

Meti sjúkraþjálfari og skjólstæðingur meðferð nauðsynlega, þá er rík áhersla lögð á ítrustu sóttvarnir og eins og segir í leibeiningum fagnefndar: “ítrekum mikilvægi skráningar í sjúkraskrá skjólstæðings um klínískt mat og rökstuðning vegna meðferðar”.

Áréttað skal að þessar leiðbeiningar eru miðaðar við ambulant þjónustu. Þeir sjúkraþjálfarar sem starfa á sjúkrastofnunum og öldrunarheimilum starfa að sjálfsögðu samkvæmt þeim verklagsreglum sem þar eru settar.

Fh. stjórnar FS
Unnur Pétursdóttir
Formaður

------------------

Endurmat viðmiða frá Fagnefnd Félags sjúkraþjálfara

Dags.: 16.4.2020