Staða kjaraviðræðna sjúkraþjálfara

Samantekt um stöðuna í vetrarlok

22.5.2020

Samantekt um stöðuna í vetrarlok

Eins og kunnugt er var kjarasamningur FS og ríkis samþykktur nýverið og er kominn til framkvæmda, bæði hjá sjúkraþjálfurum í þjónustu ríkis sem og hjá þeim sem starfa á stofnunum á svokölluðum tengisamningum. Það eru staðir sem fylgja samningnum án þess að eiga beina aðild að honum s.s. Reykjalundur, HNLFÍ, Æfingastöðin, Bjarg o.fl.

Skv. venju er í kjölfarið farið í viðræður við SFV, en innan þeirra raða eru Hrafnistuheimilin, flest önnur öldrunarheimili o.fl. Þar erum við í viðræðuhópi nokkurra annarra aðildarfélaga BHM og fer fyrsti samningafundur fram þann 28. mai nk.

Allmörg félög BHM luku samningi við sveitarfélögin í síðustu viku (FS er ekki með samning við þau) og verður í framhaldi haldið áfram með viðræður við Reykjavíkurborg.

Viðræður um endurnýjun stofnanasamninga í kjölfar miðlæga ríkissamningsins eru hafnar við HSu og HH og vonandi náum við fljótlega að bæta við fleiri stöðum.

Fh kjaranefndar launþega

Unnu Pétursdóttir
Formaður FS