Staða miðlægs kjarasamnings FS við ríki

Úrskurður Gerðardóms fellur úr gildi þann 31. ágúst nk

24.8.2017

Úrskurður Gerðardóms fellur úr gildi þann 31. ágúst nk

Eins og öllum er kunnugt lyktaði síðustu viðræðum með úrskurði Gerðardóms, sem gildir til 31. ágúst nk. Aðildarfélög BHM fóru í mikla vinnu í júní við að afla gagna og undirbúa sínar kröfugerðir fyrir komandi viðræður. Segja má að kröfugerð Félags sjúkraþjálfara sé einföld og kristallist í tveimur orðum; hærri laun. Ljóst er að við ramman reip verður að draga, kjarasamningar fjölmargra annarra eru bundnir til ársins 2018 – 2019 og ríkið er ekki að fara rugga þeim bát. Við leitum engu að síður allra þeirra leiða sem færar þykja til að ná kjarabótum fyrir okkar félagsmenn. 

Félag sjúkraþjálfara hefur nú þegar undirritað viðræðuáætlun við ríkið en ekki hefur verið boðað til samningafundar frekar en hjá öðrum öðrum BHM félögum, af þeirri ástæðu að ríkið er ekki búið að fullskipa sína samninganefnd! Það teljum við afar ámælisvert í ljósi þess að vika er til stefnu. Á fallegum opinberum fundum tala fulltrúar ríkis fjálglega um að bæta þurfi vinnubrögð við kjarasamningagerð en þessi vinnubrögð þeirra gefa ekki góðan tón, því miður.

Þetta er staðan eins og hún er í dag, við munum setja inn frettir af gangi mála á heimasíðuna eftir því sem málum vindur fram.

 

Fh. kjaranefndar launþega FS
Unnur Pétursdóttir