Til fagfélaga heilbrigðisstarfsmanna

Embætti landlæknis vekur athygli á gildistöku reglugerðar nr. 401/2020 um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta, sem birt var á vef Stjórnartíðinda 30. apríl sl.

11.8.2020

Embætti landlæknis vekur athygli á gildistöku reglugerðar nr. 401/2020 um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta, sem birt var á vef Stjórnartíðinda 30. apríl sl.

Til fagfélaga heilbrigðisstarfsmanna

Embætti landlæknis vekur athygli á gildistöku reglugerðar nr. 401/2020 um breytingu á ýmsum reglugerðum vegna útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta, sem birt var á vef Stjórnartíðinda 30. apríl sl.

Samkvæmt reglugerðinni er landlækni heimilt að veita umsækjendum um starfs- eða sérfræðileyfi, sem lokið hafa námi á grundvelli eldri reglugerða heilbrigðisstétta umsótt leyfi að uppfylltum skilyrðum um menntun og starfsþjálfun/starfsreynslu skv. reglugerðinni.

Embætti landlæknis vekur athygli á að umsækjendur, skv. ákvæðum reglugerðarinnar, verða að uppfylla kröfu um að hafa viðhaldið kunnáttu sinni frá því að námi lauk.

Sérstök athygli er vakin á því að heimildin fellur úr gildi 1. maí 2021. Því verður umsókn um starfs- eða sérfræðileyfi, sem byggir grundvöll sinn á ákvæðum reglugerðarinnar, að berast embætti landlæknis fyrir þann tíma.

Hér er hlekkur á fréttina: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item41456/ny-reglugerd-tekur-gildi-um-breytingu-a-ymsum-reglugerdum-vegna-utgafu-starfsleyfa-og-serfraedileyfa-heilbrigdisstetta