Til sjálfstætt starfandi félagsmanna

Rammasamningur SÍ útrunninn

6.6.2019

Rammasamningur SÍ útrunninn

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum hefur borist yfirlýsing frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) þess efnis að SÍ séu reiðubúnar að vinna skv. eldri samningi án hækkana út septembermánuð 2019.

Samninganefnd FS áréttar að þar með er samkomulag um rammasamning sjúkraþjálfara og SÍ útrunnið. Samkvæmt framkominni tilkynningu SÍ geta þeir sjúkraþjálfarar, sem það vilja, engu að síður starfað skv. núverandi rammasamningi fram til 30. sept 2019 en án frekari hækkana. Þeir sem ekki sætta sig við það, geta starfað án samnings og sett sína eigin gjaldskrá.

Því er það svo að hver verður að taka afstöðu fyrir sig.

Samninganefnd harmar þau vinnubrögð SÍ að sinna ekki óskum samninganefndar FS um viðræður um margra vikna skeið en koma svo fram með óaðgengilegt útspil örfáum klukkustundum áður en samningur rennur út.

Félagsfundur sjálfstætt starfandi félagsmanna hefur verið boðaður þann 12. júní nk kl 17.30 í húsnæði okkar hjá BHM, Borgartúni 6, 4. hæð.

Nú sem fyrr þurfa sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar að standa saman, þannig bætum við samningsstöðu okkar gagnvart SÍ.

Unnur Pétursdóttir
Form. FS