Tilkynning til félagsmanna vegna hertra aðgerða gegn Covid-19 faraldri

Sjúkraþjálfun þar sem er mikilvæg vegna endurhæfingar er heimil með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir

22.3.2020

Sjúkraþjálfun þar sem er mikilvæg vegna endurhæfingar er heimil með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir


Nýjar reglur taka gildi á miðnætti mánudaginn 23. mars 2020, sjá: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/22/Hertar-takmarkanir-a-samkomum-morkin-sett-vid-20-manns/

Þar kemur fram að aldrei skuli vera fleiri en 20 manns í sama rými, gætt skuli að 2m fjarlægð milli fólks en einnig er sagt að “Takmörkunin gildir ekki um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu sem ekki getur beðið”.

Sérstök athygli er vakin á setningu í neðangreinu skjali, en þar stendur:

“Sjúkraþjálfun þar sem er mikilvæg vegna endurhæfingar er heimil með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir”, sjá: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=91f765dc-6c5b-11ea-9462-005056bc4d74

Send hefur verið beiðni til Sóttvarnarlæknis/Landlæknis um nánari skilgreiningu er varðar sjúkraþjálfun, og hvað telst til nauðsynlegrar sjúkraþjálfunar. Þangað til félaginu berast svör biðjum við félagsmenn um að beita sinni eigin faglegu skynsemi og gagnrýnu mati á það hvað hér fellur undir.

Við erum öll almannavarnir!

Unnur Pétursdóttir
Formaður FS