Tilkynning um að varamaður hefur tekið sæti í stjórn félagsins

Ritari í barnsburðarleyfi

Ritari í barnsburðarleyfi

Ritari félagsins, Arna Steinarsdóttir, fjölgaði mannkyninu nýlega og hefur óskað eftir barnsburðarleyfi frá stjórn félagsins. Hennar sæti hefur tekið 1. varamaður, Margrét Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari á Hrafnistu, Reykjavík.

Margrét er vel kunnug störfum félagsins, hún hefur áður setið einstaka stjórnarfundi í forföllum, auk þess sem hún hefur verið virk í samstarfsnefnd félagsins í samningum við SFV og sat í framkvæmdanefnd um Dag sjúkraþjálfunar árin 2016 og 2017.

 

Við óskum Örnu innilega til hamingju með lítinn snáða og óskum Margréti velfarnaðar í störfum með okkur í stjórninni.

 

Stjórn FS