Vegna endurgreiðslu á ráðstefnugjaldi fyrir Dag sjúkraþjálfunar 2020

Málin eru í vinnslu- upplýsingar verða sendar út þegar málin skýrast

19.3.2020

Stjórn FS og IT-ráðstefnuskrifstofa eru að vinna hörðum höndum að útfærslu

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu og Iceland Travel varðandi endurgreiðslu á ráðstefnugjaldi fyrir Dag sjúkraþjálfunar 2020 sem fara átti fram 20. mars. 
Staðan er sú að stjórn FS og Iceland Travel vinna nú hörðum höndum að því að skoða möguleika okkar á ráðstefnu í haust með tilliti til dagsetningar, staðsetningar og fjárhagsáætlunar. 

Þegar þeirri vinnu er lokið og niðurstaðan orðin ljós, getum við farið í að skoða endurgreiðslur til þeirra sem hafa bókað sig á daginn- eða einfaldlega möguleikana á því að láta skráningargjaldið ganga upp í skráningu á þann viðburð. 

Tilkynning verður send út til þeirra sem hafa skráð sig og greitt á daginn þegar niðurstaðan er skýr með frekari upplýsingum um fyrirkomulag á endurgreiðslu þátttökugjaldsins. 


f.h Félags sjúkraþjálfara

Steinunn S. Ólafardóttir
steinunnso@bhm.is