Vegna könnunar sem var send út á félagsmenn síðastliðinn föstudag

Könnun varðandi reynslu af fjarmeðferð í sjúkraþjálfun á tímum samkomubanns

1.7.2020

Fyrirspurn barst til félagsins varðandi tilgang og markmið könnunar sem send var út til félagsmanna í síðustu viku

Félagið sendi frá sér könnun til félagsmanna síðastliðinn föstudag varðandi fjarmeðferðir í sjúkraþjálfun á tímum samkomubanns. 

Tilgangur þessarar könnunar var fyrst og fremst til þess að gefa stjórn og kjaranefnd innsýn inn í reynslu félagsmanna af fjarmeðferð í sjúkraþjálfun. Niðurstöður þessarar óformlegu könnunar verða hvergi birtar opinberlega, en við munum vinna upplýsingar úr þessari könnun og nýta í vinnu næstu mánaða í þágu félagsmanna. 

Við viljum þakka félagsmönnum kærlega fyrir góðar viðtökur - ykkar svör skipta okkur máli í að halda áfram að vinna fyrir ykkur.