Verklagsreglur sjúkraþjálfunarstofu vegna Covid-19

Leiðbeiningar frá Landlækni breytast ört, allar verklagsreglur úreldast hratt og því mikilvægt að allir fylgist daglega með heimasíðu embættisins

16.3.2020

Leiðbeiningar frá Landlækni breytast ört, allar verklagsreglur geta úreldast hratt og því mikilvægt að allir fylgist daglega með heimasíðu embættisins

Hér má sjá verklagsreglur sem unnar hafa verið hjá Styrk sjúkraþjálfun og hefur stofan gefið Félagi sjúkraþjálfara góðfúslegt leyfi til að senda þær til félagsmanna, ef það má verða til þess að leiðbeina um það hvernig bregðast beri við í þessu aðstæðum. Verklagsreglurnar hafa verið lesnar yfir hjá Embætti Landlæknis.

Sérstaklega skal áréttað að gæta að skráningu, þ.e. að alltaf sé vitað hver var hvar (hvort sem um er að ræða sjúkraþjálfara eða skjólstæðing), þ.a. hægt sé að rekja smit, ef slíkt kemur upp.

Verklagsreglur vegna Covid-19

Áréttað skal að ábyrgð á sóttvörnum liggur hjá hverri stofu/starfsstöð sjúkraþjálfara. Þessar tilteknu leiðbeiningar eru miðaðar við eina starfsstöð, aðstæður geta verið misjafnar á stöðum og því gríðarlega mikilvægt er að hver stofa og hver sjúkraþjálfari lúslesi leiðbeiningar Landlæknis og yfirfæri þær á eigin starfsemi. Hvorki félagið né Styrkur sjúkraþjálfun bera ábyrgð á sóttvörnum annarra.

Leiðbeiningar frá Landlækni breytast ört, allar verklagsreglur geta úreldast hratt og því mikilvægt að allir fylgist daglega með heimasíðu embættisins.

Félag sjúkraþjálfara er Auði Ólafsdóttur og hennar fólki hjá Styrk sjúkraþjálfun afar þakklátt fyrir að fá að nota þá miklu vinnu lögð hefur verið í þessar leiðbeiningar.

Við erum öll almannavarnir !