Hvað er sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfarar veita þjónustu sem miðar að því að bæta, viðhalda og endurhæfa hreyfigetu og virkni fólks. Þeir aðstoða fólk á öllum lífsskeiðum þegar sótt er að hreyfigetu og virkni vegna öldrunar, slysa, sjúkdóma, kvilla, ástands eða umhverfislegra þátta.

Lesa meiraFréttir og tilkynningar

Nýjar klínískar leiðbeiningar fyrir sjúkraþjálfara varðandi fólk með Parkinson's sjúkdóminn - 28.1.2015

Leiðbeiningarnar voru unnar í samvinnu fjölmargra félaga sjúkraþjálfara í Evrópu og hafði hollenska félagið forgöngu um það.

Lesa meira

Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf - 28.1.2015

Norræn verðlaunasamkeppni um sjálfstætt líf er keppni um tæknilausnir fyrir aldraða og fatlað fólk

Lesa meira

Horft í nýjar áttir - Af umræðusíðdegi, 23. janúar sl. - 26.1.2015

Síðastliðinn föstudag, 23. janúar, var haldið afar vel heppnað umræðusíðdegi sem bar yfirskriftina „Horft í nýjar áttir“ . Hátt í 40 sjúkraþjálfarar komu og urðu miklar og kröftugar umræður um möguleika sjúkraþjálfara til að taka bæði lítil og stór skref til nýrrar nálgunar í starfi.

Lesa meira

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2015 - 26.1.2015

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna m.a. á sviði hreyfingar.

Lesa meira

Dry needling – 28. mars 2015 - 26.1.2015

Ríkharður Mar Jósafatsson verður með næsta dry needling námskeið í Reykjavík laugardaginn 28. mars 2015

Lesa meira

Dagur sjúkraþjálfunar 2015 - Skráning er hafin - 23.1.2015

Föstudaginn 6. mars 2015 mun Félag sjúkraþjálfara halda "Dag sjúkraþjálfunar" í Hörpu, Reykjavík. Dagskráin stendur yfir allan daginn, frá 8.30 – 18.00.

Lesa meira

Fréttasafn


Dagskrá framundan


Facebook